Gæðakerfið Vakinn

Vogafjós notast við gæðakerfið Vakann, bæði á veitingastaðnum og í gistingunni. Vakinn er sérhannað gæðakerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu, en byggir á erlendri fyrirmynd. Þau fyrirtæki sem taka þátt njóta liðsinnis starfsfólks Vakans við að taka út reksturinn á grundvelli ítarlegra gæðaviðmiða, fá staðfestingu á því sem vel er gert og tækifæri til að bæta það sem betur má fara. (http://www.vakinn.is) 

"Markmið með Vakanum er að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og stuðningi, ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja. Vakinn er verkfæri þátttakenda til að auka gæði og öryggi, veitir þeim leiðsögn og leggur til margvísleg hjálpargögn og gátlista sem má nýta til að bæta rekstur og starfshætti í fyrirtækinu." -https://www.vakinn.is/is/um-vakann 0

Á vordögum 2017 tókum við við viðurkenningu Vakans fyrir gistihúsin og veitingastaðinn okkar og erum stolt af þeim viðurkenningum. Innleiðing Vakans hvetur okkur til að gera enn betur og það er ósk okkar að gestirnir okkar sjái að við leggjum metnað í að uppfylla gæðakröfur og halda þeim.