Veitingastaður

Sumarið 1999 var Vogafjós, ferðamannafjósið opnað og frá upphafi hefur alltaf verið lögð áhersla á tengingu við landbúnað.
Við erum aðili að „Beint frá býli“ og leggjum því áherslu á að nota okkar eigin afurðir eftir fremsta megni.
Má þar nefna hangikjöt, reyktan silung, heimagerða osta, heimabakað bakkelsi, hverabrauð og að sjálfsögðu kjöt frá okkar eigin búi.
Er mikill metnaður lagður í matargerðina og leitumst við ávallt við að hafa einungis úrvals hráefni á boðstólnum.

Hægt er að panta borð með því að senda póst á vogafjos@vogafjos.is eða í síma +354-464-3800 fyrir bókanir samdægurs.