Gisting
Frá árinu 2005 höfum við rekið gistihús til viðbótar við ferðamannafjósið. Gistihúsin eru þrjú bjálkahús staðsett austan við fjósið, inni í birkilögðu hrauninu.
Opnunartímar
Eldhús lokar kl. 20:30.
Það eru engir pakkar í boði eins og stendur.
Frá árinu 2005 höfum við rekið gistihús til viðbótar við ferðamannafjósið. Gistihúsin eru þrjú bjálkahús staðsett austan við fjósið, inni í birkilögðu hrauninu.
Inni í fjósi rekum við glæsilegt veitingahús. Þar er einnig lítil sveitabúð sem að við köllum Sælkerahornið og þar er lögð áhersla á sölu á sælkeravörum ásamt ýmsu handverki. Hugguleg setustofa og móttaka þar sem hægt að eiga góðar gleðistundir
Vogabú hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í um 120 ár. Kýr og kindur voru uppistaðan til að byrja með, ásamt nokkrum hænum, tveimur hestum og hundi. Við tökum vel á móti þér!